Íris Alma sigraði í Tónkvíslinni

Nýlega fór söngkeppnin Tónkvísl fram á Laugum en þar etja kappi bæði grunn- og framhaldsskólanemar í söng. Í grunnskólakeppninni sigraði Íris Alma Kristjánsdóttir en hún er nemandi í tíunda bekk skólans. Hún flutti lagið Anyone eftir Demi Lovato. Íris hefur lagt nám við söng og hefur sömuleiðis áhuga á dansi og leiklist.

Við óskum Írisi Ölmu til hamingju með sigurinn.


Athugasemdir