Könglar frá Safnahúsinu í Safnahúsið

Samstaf við Menningarmiðstöð Þingeyinga hefur aukist mikið að undanförnu og þökkum við kærlega fyrir það. Í garðinum kringum Safnahúsið á Húsavík fellur til talsvert af könglum. Nemendum fyrsta bekkjar var boðið að skreyta könglana í skólanum og heimsækja síðan safnið. Nemendur tóku vel í það og mættu með skreytta könglana sína á Safnahúsið í dag.

Heimsóknin var hin skemmtilegasta en nemendur sungu jólalög, færðu könglana sína á jólatré og fengu svo mandarínur sem þakklætisvott.

 


Athugasemdir