Könguló vísaðu mér á…

Nemendur fyrsta bekkjar fundu könguló í íþróttasalnum í gær. Þeir fönguðu hana og veiddu í box enda vakti hún nokkra athygli. Því ákváðu kennarar að rannsaka hana nánar með smásjá.

Í morgun var köngulóin dauð og ljómandi tækifæri til að rannsaka dýrið. Í ljós kom að utan á köngulónni voru mítlar. Þetta var óvænt tækifæri til náms og í kjölfarið teiknuðu nemendur köngulær, hengdu upp á vegg og gáfu þeim nöfn.


Athugasemdir