Kófið í dag

Frá Borgarhóli í morgunsárið
Frá Borgarhóli í morgunsárið

Heimsfaraldur kórónaveirunnar hefur haft mikil áhrif á skólastarf. Nemendur, starfsfólk og foreldrar hafa sýnt þrautseigju í skólastarfinu enda flest verið öðruvísi undanfarin tvö ár. Í dag er staðan svo að vantar rúmlega hundrað nemendur í skólann og 19 starfsmenn af ýmsum ástæðum. Nemendur skólans eru 298 og starfsmenn eru 65. Auk þess vantar þrjá starfsmenn í Frístund. Skólahald tekur mið af þessu. Stundum fellur kennsla niður og nemendur fara fyrr heim úr skólanum. Nú gildir lausnamiðun og æðruleysi.

Samkvæmt tölum frá Íslenska kóvid-kortinu eru 245 einstaklingar í einangrun á svæðinu. Það eru tæplega 11 af hverjum 100. Í gær greindust 49 ný tilfelli vegna covid-19. Það má gera ráð fyrir þessu ástandi næstu daga en halda þarf í þrautseigjuna í þennan stutta tíma sem eftir er af faraldrinum.


Athugasemdir