Kristján Ingi Smárason vann til bronsverðlauna á Íslandsmóti ungmenna

Kristján Ingi Smárason. Lj. Hallfríður Sigurðard.
Kristján Ingi Smárason. Lj. Hallfríður Sigurðard.

Kristján Ingi Smárason varð í þriðja sæti á Íslandsmóti ungmenna í skák (U-14) sem lauk nú síðdegis í Garðabæ. Frábær árangur hjá Kristjáni Inga sem fékk 4,5 vinninga af 7 mögulegum.

Mikael Bjarki Heiðarsson (Breiðablik) varð Íslandsmeistari með 6,5 vinninga og Matthías Björgvin Kjartansson (Breiðablik) varð í öðru sæti með 5 vinninga.

Alls tóku 13 keppendur þátt í U-14 flokknum. Tímamörk voru 10+5 og tefdlar voru 7 umferðir.

Við óskum Kristjáni Inga til hamingju og gangi honum allt í haginn.


Athugasemdir