- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
Í næstu viku, dagana 16. til 20. september, verður lestrarátak í skólanum okkar. Við ætlum að endurtaka leikinn frá því á síðasta skólaári með því að safna blaðsíðum sem við lesum. Á síðasta skólaári söfnuðum við 2299 blaðsíðum og markmiðið nú er að bæta það og ná meira en 2500 blaðsíðum. Í átakinu felst að koma á safnið, setjast niður og lesa.
Nemendur og starfsfólk koma á skólasafnið og lesa. Ýmist í lengri eða skemmri tíma. Um leið safna blaðsíðum og skrá fjölda. Hægt er að fá bók að láni á safninu eða koma með bók meðferðis. Í lok vikunnar upplýsum við um fjölda lesinna blaðsíðna eftir vikuna.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |