Lestrarátak þrjú og heimilin með

Lestur er málræn aðgerð sem byggir á samspili margra þátta sem eru nauðsynlegir til að túlka og skilja ritmál. Grunnur að góðri færni í lestri er lagður á fyrstu æviárum barnsins. Því betri málþroska sem barn hefur, því betur er það í stakk búið til að takast á við lestrarnám. Foreldrar, kennarar og aðrir sem koma að uppeldi barna gegna því mikilvæga hlutverki að undirbúa ung börn undir líf og starf í veröld sem gerir ráð fyrir því að flestir þjóðfélagsþegnar séu læsir og skrifandi.

Á þessu skólaári höfum við farið í tvö lestrarátök og það þriðja í gangi. Það er okkar vilji að fá heimilin með okkur í lið. Átakið nú fer þannig fram að krakkarnir eiga að lesa upphátt heima í að minnsta kosti fimm til tíu mínútur á dag. Áhersla er á skýran og greinilega lestur.

Lestrarkunnátta er undirstaða svo margs og ef hún er ekki til staðar verður allt annað nám erfiðara. Eins og máltækið segir æfingin skapar meistarann.


Athugasemdir