Litlu jól og jólafrí

Litlu jólin eru notaleg hefð í mörgum grunnskólum landsins. Í upphafi dags komu allir nemendur skólans saman á söngsal. Nemendur spiluðu, gæddu sér á smákökum, hlýddu á jólasögu og hittu jólasveinana úr Dimmuborgum sem sprelluðu með nemendum á Sal og kringum jólatré skólans. Staðbundin jólahljómsveit Tónlistarskóla Húsavíkur lék fyrir dansi.

Nemendur halda nú í jólafrí eftir daginn í dag.


Athugasemdir