Mæður mæta í níu af hverjum tíu viðtölum

Samtal heimilis og skóla er mikilvægur þáttur í skólastarfinu. Þar hittast foreldrar, nemandi og kennari og ræða stöðu nemandans. Það er ljóst að mæður mæta einar í meirihluta samtala samkvæmt skráningu nú í vetur. Í tæplega helming viðtala mæta foreldrar saman, feður mæta einir í einu af hverju tíu viðtölum og mæður einar í 42% tilfella. Mæður mæta í 90% samtala og feður í 48% þeirra.

Sjá má á mynd niðurstöður samtala heimilis og skóla.


Athugasemdir