Mikilvægt að klæða sig vel

Í morgunsárið þegar skólastarf hófst voru um -7° C úti og 6 m/s sem gerir um -13° C í vindkælingu. Það er mikilvægt að börnin komi vel klædd til útiveru í skólanum enda fara yngri nemendur skólans í frímínútur tvisvar til þrisvar á dag. Góðir og hlýir skór eru sömuleiðis nauðsynlegir. Nemendur hafa kvartað undan kulda en það gerist á veturna að það kólnar.

Veðurspáin er ágæt fyrir næstu daga, frost en él á laugardag og annars hægviðri.

 


Athugasemdir