Minecraft hönnunarmót

Minecraft í Borgarhólsskóla
Minecraft í Borgarhólsskóla

Minecraft er tölvuleikur eftir Markus Persson sem gengur út á að byggja mannvirki úr kubbum í þrívíðri veröld. Minecraft er sandkassaleikur eða opinn leikheimur þar sem það er ekkert sérstakt markmið sem spilari á að stefna að en þó er innbyggt í leikinn hvatakerfi. Kjarni leiksins gengur út að að brjóta og staðsetja blokkir. Leikjaheimurinn er byggður úr grófum 3D hlutum, aðallega kubbum sem eru sett í saman á grind með mynstrum og tákna eiga mismunandi efni svo sem mold, steina, járn, demanta, vatn og trjáboli. Minecraft hefur verið notað sem verkfæri í námi það sem nemendur byggja eigin þrívíddarheima.

Nokkrir drengir í minecraft í skylduvalgreinum höfðu frumkvæði að því að halda hugmynda- og hönnunarkeppni meðal nemenda. Þeir lögðu mikla vinnu í undirbúning og skipulag. Auk þess að halda utan um mótið með aðstoð kennara. Framundan er lokakafli mótsins en það hófst í desember á síðasta ári. Rúmlega 40 nemendur skráðu sig til leiks og öttu kappi í riðlakeppni. Sextán komust áfram í undanúrslit en nú er komið að því að sex nemendur munu keppa í minecraft, í Sal skólans fyrir framan dómnefnd og áhorfendur.

Lokakeppnin fer fram 24. febrúar næstkomandi kl. 15. Salurinn verður opinn fyrir gesti og gangandi til að fylgjast með lokakeppninni. Ekki þarf að dvelja allan tímann en nemendur hafa tvær klukkustundir til að ljúka við verkefni sín. Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Nemendur tíunda bekkjar munu opna sjoppu og við hvetjum fólk til að kíkja við og styrkja gott málefni í leiðinni. Sömuleiðis verður sýnt beint frá viðburðinum á netinu.

Sjá myndband frá ferlinu hér að neðan.


Athugasemdir