Nemendur kveðja Magga & Pálma

Þeir félagar saman í stiganum ásamt Þórgunni skólastjóra.
Þeir félagar saman í stiganum ásamt Þórgunni skólastjóra.

Nemendur skólans komu saman til að kveðja þá félaga Magnús Pétur Magnússon og Pálma Björn Jakobsson sem ganga í dag undir nöfnunum Maggi á safninu og Pálmi ritari. Þeir hafa starfað samtals við kennslu í meira en átta áratugi. Maggi hefur starfað sem bókasafnskennari síðastliðin ár og Pálmi sem skólaritari.

Þeir láta senn af störfum við skólann og vildu nemendur kveðja á félaga. Þeir fengu afhent listaverk frá nemendum á öllum aldri en það voru endurunnar bækur. Bókin sem Maggi fékk heitir Safni, sagan af dularfulla múmínstráknum sem hélt að hann væri manneskja og bókasafnsvörður. Pálmi og leitin að puttunum var nafn bókarinnar sem Pálmi fékk.

 

Maggi hóf störf við Barnaskóla Húsavíkur sama ár og fyrsti tölvupósturinn var sendur og Bautinn opnaði á Akureyri eða árið 1971. Hann hefur starfað við kennslu í 48 ár. Pálmi hóf hér störf sama ár og CNN hóf útsendingar og fyrsti geislaspilarinn var tekinn í notkun eða árið 1982. Hann hefur starfað við kennslu í 33 ár auk þess að starfað sem sjómaður.

Hluti nemenda komu saman við stigann til að kveðja þá félaga.


Athugasemdir