Nú birtast hjólin og hjálmarnir með

Reiðhjólahjálmur er skylda og getur bjargað lífi.
Reiðhjólahjálmur er skylda og getur bjargað lífi.

Það er vor í lofti. Þá birtast nemendur og starfsfólk gjarnan á reiðhjóli þegar mætt er til vinnu. Reiðhjól eru lögum samkvæmt skilgreind sem ökutæki og því gilda í grundvallaratriðum sömu lög og reglur um akstur reiðhjóla og bíla. Þó er sú undantekning á að hjóla má á gangstéttum og gangstígum en hjólreiðamaður skal þar víkja fyrir gangandi vegfarendum og sýna þeim fulla tillitsemi. Börn yngri en 16 ára ber samkvæmt lögum að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar.

Hjólandi vegfarendur hafa fullan rétt á að vera á akbrautum. Ekki er þó mælt með því að hjólað sé á akbrautum með mikilli og hraðri umferð (ef annar valkostur er í boði). Börn yngri en 9 ára mega alls ekki vera úti í almennri umferð á reiðhjóli nema þau séu undir leiðsögn og eftirliti 15 ára eða eldri.

Við minnum á að fullorðnir eru fyrirmynd og hvetjum við alla reiðhjólamenn til að nota reiðhjólahjálm. Sömuleiðis að nemendur noti hjálm þegar notast er við aðra fararskjóta eins og hlaupahjól, rafmagnshlaupahjóla, hjólabretti o.fl.

Í VI. kafla umferðarlaga eru sérreglur fyrir reiðhjól, bifhjól og torfærutæki, grein 39-41. 

Hér má finna fræðslu um öryggisbúnað á reiðhjólumhjólað á akbrauthjólað á gangstígum og bílar og hjól.


Athugasemdir