Óbyggðirnar kalla - sveitaferð fjórða bekkjar

Nemendur fjórða bekkjar fóru í sveitaferð í vikunni. Ferðin er fastur liður í starfinu með vísan í aðalnámskrá grunnskóla um að nemendur átti sig á að þeir séu hluti af stærra samfélagi og geti sett sig inn í málefni nærsamfélagsins.

Fyrst var ferðinni heitið í Laxárvirkjun þar sem nemendur fengu leiðsögn um stöðina, fóru inn í bjargið. Nemendum fannst virkjunin heillandi og eftir skoðunarferð var nestissamvera. Að því loknu var ekið að Hraunkoti í Aðaldal sem nemendur skoðuðu fjölbreyttan búskap. Sauðburður stendur sem hæst en þar voru líka kýr, naut, kálfar og kiðlingar. Dýrin heilluðu nemendur. Ferðin endaði í Saltvík þar sem nemendum bauðst að fara á hestbak sem var mjög gaman.

Við þökkum þeim sem tóku á móti nemendum okkar kærlega fyrir gestrisnina og móttökurnar.

 


Athugasemdir