Pablo Picasso í myndmennt

Það þroskar hugann og eykur menningarlæsi að læra myndlist. En nemendur fimmta bekkjar voru að læra um Pablo Picasso og listastefnuna Kúbismi í vikunni. Picasso var einn af frumkvöðlum þessarar stefnu þar sem reglur um fjarvídd og form eru brotnar. Jafnframt er hugmyndafræðin sú að myndefnið er sýnt út frá mörgum sjónarhornum á sama myndfletinum.

Nemendur framkvæmdu ýmsar teikniæfingar í anda stefnunnar og skoðuðu þekkt verk eftir Picasso. Eftir æfingar var hafist handa við að skapa málverk hvar nemendur æfa sig með litablöndun út frá grunnlitunum, gulum, rauðum og bláum auk þess svart og hvítt.

Þau hæfniviðmið sem unnið er með eru m.a. að nemandi vinni hugmynd frá skissu að lokaverki bæði fyrir tví- og þrívídd, noti mismunandi efni, verkfæri, miðla, tækni á skipulagðan hátt í eigin sköpun og þekkt og gert grein fyrir völdum verkum íslenskra og erlendra listamanna svo dæmi séu tekin. Nemendur sýndu áhuga og hver veit hvort þar leynist listamaður framtíðarinnar?