Piparkökuhúsakeppni

Flottasta piparkökuhúsið í ár.
Flottasta piparkökuhúsið í ár.

Fyrir jól er hefðbundið skólastarf gjarnan með fjölbreyttari hætti. Sköpunarþrá á sér rætur í meðfæddri forvitni, athafnaþrá og stuðlar að frumkvæði einstaklingsins. Sköpunargleði leiðir til námsáhuga þegar börn og ungmenni skynja merkingu viðfangsefnanna og gildi þeirra.

 

Elstu nemendur skólans héldu piparkökuhúsakeppni þar sem sköpunargleðin fékk að njóta sín og samvinna einkenndi daginn. Nemendur unnu saman í að skapa, hanna og setja saman piparkökuhús. Afraksturinn varð piparkökuhúsaþorp sem prýddi Stjörnuna. Veitt voru verðlaun fyrir flottustu þrjú húsin og það frumlegasta.


Athugasemdir