Plokka reglulega rusl

Áhrif mannfólksins á umhverfið eru óumdeilanleg þótt þekking til að mynda á dreifingu mengunar og áhrifum hennar á lífverur sé langt því frá fullkomin. Umhverfisvandamál eru heldur ekki ný af nálinni en strax í iðnbyltingunni í Bretlandi, undir lok 18. aldar voru stræti stórborganna breikkuð svo gustaði betur um og minna bæri á menguninni.

Nemendur úr Námsveri á unglingastigi hafa verið duglegir að fara og plokka rusl. Nýlega keypti skólinn plokkara sem auðveldar ruslatínsluna. Nemendur fóru síðast saman í Stangabakkafjöruna og plokkuðu rusl. Markmiðið með verkefninu er að stuðla að aukinni umhverfisvitund. Fyrir utan vellíðunina að búa í hreinna umhverfi. Í þetta skipti þá plokkuðu nemendur 5 fulla poka sem er ansi vel gert.

 


Athugasemdir