Pólski sendiherrann í heimsókn

Frá vinstri Anna María Rudnicka Ostrowska, pólskukennari, Gerard Pokruszyński sendiherra, Margherita…
Frá vinstri Anna María Rudnicka Ostrowska, pólskukennari, Gerard Pokruszyński sendiherra, Margherita Bacigalupo eiginkona hans og Hjálmar Bogi deildarstjóri sem tók á móti þeim.

Um 8% íbúa Íslands eru frá Póllandi. Í Borgarhólsskóla er um 6% nemenda sem eru af pólskum uppruna þar sem annað eða báðir foreldrar eru frá Póllandi. Á síðasta ári hafði pólska sendiráðið frumkvæði að því að þeim nemendum skólans bauðst pólskukennsla á skólatíma. Borgarhólsskóli hefur hug á að viðhalda því verkefni og tryggja nemendum pólskukennslu í samstarfi við kennara frá Akureyri.

Pólski sendiherrann Gerard Pokruszyński kom í heimsókn í skólann í dag ásamt eiginkonu sinni Margherita Bacigalupo og pólskukennaranum, Önna Maríu Rudnicka Ostrowska. Þau skoðuðu skólann og fræddust um fjölgun Pólverja á svæðinu. Sendiherrann hefur mikinn áhuga á góðum tengslum Íslands og Póllands. Hann færði skólanum gjöf og þáði sömuleiðis gjafir sem var lúpínusápa frá Húsavík, Lundann eftir Sigurjón Pálsson og íslenskt handunnið súkkulaði.

Við þökkum þessu föruneyti fyrir góða heimsókn sem vonandi verður til að styrkja tengsl landanna tveggja og efla samband þeirra. Pólskukennsla fyrir nemendur af pólskum uppruna hefst á næstu dögum.


Athugasemdir