Pólskukennsla - lekcje polskiego

Í Borgarhólsskóla er um 6% nemenda sem eru af pólskum uppruna þar sem annað eða báðir foreldrar eru frá Póllandi. Á síðasta ári hafði pólska sendiráðið frumkvæði að því að þeim nemendum skólans bauðst pólskukennsla á skólatíma. Fyrir skömmu kom pólski sendiherrann í heimsókn ásamt pólskukennara frá Akureyri.

Í dag hófst pólskukennsla við skólann og býðst nemendum af pólskum uppruna að læra móðurmálið sitt. Það var mikil gleði og bros á vör í fyrstu kennslustundinni þar sem nemendur voru að lesa, spila og spjalla á pólsku, þvert á árganga. Tungumál getur sameinað fólk og mikilvægt að hlúa að móðurmálinu.


Athugasemdir