Sælla er að gefa en þiggja

Á hverju ári má gera ráð fyrir að Íslendingar; fólk á vinnustöðum eða nemendur í jólapúkki verji hundruðum þúsunda í smágjafir til að gefa og þiggja. Þær gleðja sannarlega enda er það hugurinn sem gildir eins og segir í máltækinu. Í Borgarhólsskóla starfa 69 einstaklingar. Ef haldið yrði jólapúkk meðal starfsfólks þar sem hver kæmi með glaðning að upphæð 2500 krónur væri það andvirði 172.500 króna. margt smátt gerir eitt stórt.

Í stað þess að hafa jólapúkk, jólaleynivinaleik eða einhverskonar leik sem felur í sér að gefa samstarfsfólki gjöf ætlar starfsfólk að breyta til og feta í fótspor nemenda skólans sem taka þátt í verkefninu Jól í skókassa. Starfsfólk skólans fær afhent tómt umslag og er beðið um að setja þá upphæð sem það treystir til í umslagið og skila nafnlaust. Velferðarsjóði Þingeyinga verður afhent sú upphæð sem safnast.

Í dag er dagur sjálfboðaliðans og að því tilefni viljum við hvetja fyrirtæki og stofnanir að gera slíkt hið sama.


Athugasemdir