Salarskemmtun hjá öðrum

Nemendur í öðrum bekk voru með salarskemmtun í dag. Á dagskrá var leikrit byggt á bókinni Flökkusaga eftir Láru Garðarsdóttur en nemendur hafa verið að vinna með hana að undanförnu. Sýningin er afurð lotuvinnu nemenda, einskonar lokahnykkur á Byrjendalæsisvinnu þar sem innihald og texta sögunnar lá til grundvallar.

Markmið lotunnar var m.a. að geta tjáð sig frammi fyrir bekkjarfélögum á fjölbreyttan hátt, tala skýrt og áheyrilega, getur unnið með hugtökin persóna, söguþráður, umhverfi og boðskapur, getur unnið með sagnorð og samsett orð.

Nemendur buðu fjölskyldum sínum á Sal og við þökkum kærlega fyrir komuna.


Athugasemdir