Sandkastalakeppni, Sjóböð og sjór

Hér barist með belgjum
Hér barist með belgjum

Síðustu dagar hvers skólaárs fela í sér uppbrot á hefðbundinni kennslu. Veður hefur verið gott, sól og hlýindi. Almenn menntun stuðlar á hverjum tíma að aukinni hæfni einstaklingsins til að takast á við áskoranir daglegs lífs. Almenn menntun miðar að því að efla skilning einstaklingsins á eiginleikum sínum og hæfileikum og þar með hæfni til að leysa hlutverk sín í flóknu samfélagi. Hún er hvort tveggja í senn einstaklingsmiðuð og samfélagsleg.

 

Unglingarnir okkar hafa mikið verið utandyra síðastliðna daga. Haldin var sandkastalakeppni í Suðurfjöru, slakað á í Sjóböðunum og stokkið í sjóinn. Nemendur öttu í dag kappi í belgjaslag og yljuðu sér í heimatilbúnum heitum pottum á höfninni. Til að gera umgjörð starfsins góða og skapa eftirvæntingu og gleði þarf oft að kalla samfélagið með í lið. Við viljum þakka björgunarsveitinni, GPG fiskverkun og Sjóböðunum fyrir þeirra framlag í þágu krakkanna okkar.

Fleiri myndir má sjá HÉR.


Athugasemdir