- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
Skólaárinu 2023-2024 er lokið hjá nemendum. Nemendur fyrsta til og með níunda bekkjar hittu kennarana sína í dag í hverskonar uppbroti. Nemendur komu saman í athöfn á Sal skólans. Umsjónarkennarar afhentu vitnisburð skólaársins. Búið er að opna fyrir birtingu á hæfnikortum í mentor og við hvetjum foreldra til að rýna í þau.
Hjálmar Bogi, deildarstjóri fór stuttlega yfir starfsemi skólaársins en gervigreindin hafði skrifað ræðu til að flytja við skólalok. Í ræðu sinni hvatti hann nemendur til að vera forvitna, spyrja spurninga og láta hugann reika. Umfram allt að vera duglega að lesa í sumar. Að mistök væru gjarnan upphaf að einhverju betra. Sömuleiðis að manneskjur eru allskonar og við eigum að fagna fjölbreytileikanum. Starfsfólks skólans aðstoðar nemendur, leiðbeinir og kennir og eins og kínverskt máltæki segir; kennari getur opnað dyrnar, við verður sjálf að stíga inn.
Nemendur gæddu sér á pylsum í hádeginu á þessum vindasama haustdegi og sérstakt að ljúka skóla í þessu veðri sem minnir meira á haust og upphaf skólaárs.
Við óskum nemendum okkar og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og hamingjuríkra daga.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |