Sólarupprás eftir að skólahald hefst

Í myrkri sjást gangandi og hjólandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskinsmerkja þess vegna nauðsynleg. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau, fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum eða á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Þá virka endurskinsmerkin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau.

Því fyrr og betur sem ökumenn greina gangandi vegfarendur þeim mun meira er öryggi þeirra sem gangandi eru. Það er staðreynd að ökumenn sjá vegfarendur með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr en ella og því getur notkun endurskinsmerkja skilið milli lífs og dauða.

Skólahald hefst kl. 8:15 í Borgarhólsskóla. Birting í morgun var klukkan 8:37 og sólris klukkan 9:41. Á morgun er sólris fjórum mínútum síðar og þannig seinkar upprás sólar dag frá degi þangað til sól hækkar á lofti 21. desember.

Við viljum því hvetja nemendur til að ganga og hjóla með endurskinsmerki og foreldra sömuleiðis að tryggja öryggi barna sinna þegar gengið og hjólað er í skólann.


Athugasemdir