Keppa fyrir Íslands hönd í Danmörku

U-17 karlalandslið í blaki. Aron Bjarki er þriðji f.v. í treyju nr. 1 í aftari röð og Hörður Mar er …
U-17 karlalandslið í blaki. Aron Bjarki er þriðji f.v. í treyju nr. 1 í aftari röð og Hörður Mar er fimmtu f.v. í treyju nr. 19 í fremsri röð.

Blakíþróttinni hefur vaxið ásmegin á Húsavík. U17 ára landslið Íslands í bæði karla- og kvennaflokki keppa á NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku. Sjö af 25 leikmönnum liðanna koma úr Völsungi og þar af tveir núverandi nemendur skólans, þeir Aron Bjarki Kristjánsson og Hörður Mar Jónsson.

Fyrir ári síðan átti Völsungur sömuleiðis marga keppendur á mótinu. Karlaliðið keppir við bæði Svía og Dani í dag. Við erum stolt af okkar fólki, óskum þeim alls hins besta og fylgjumst spennt með þeim í framtíðinni.


Athugasemdir