Staðfest covid-19 smit í 5. bekk

Í dag barst tilkynning um staðfest covid-19 smit hjá nemanda í fimmta bekk. Nokkrir nemendur hafa þegar fengið boð frá smitrakningarteymi Almannavarna um að fara í sóttkví og starfsfólk sömuleiðis. Skólastjórnendur óska hinsvegar eftir því að nemendur fjórða og fimmta bekkjar verði heima á morgun, föstudag, í úrvinnslusóttkví á meðan smitrakning stendur yfir og haldi sig til hlés þar til fyrirmæli um annað berast. Við munum senda frekari upplýsingar frá okkur á morgun og meta framhald skólahalds.

Veiran er ennþá lævís og lúmsk og áfram vert að minna alla á að halda vöku sinni; þvo hendur og spritta og varast sameiginlega snertifleti.


Athugasemdir