Stærðfræðirafíþróttamót

Ný tækni skapar fjölbreytni og opnar á nýjar leiðir til að ná til nemenda. Með nýjum kennsluaðferðum verður til nýr áhugi og innspýting. Margir nemendur þekkja og spila tölvuleikinn eða forritið Minecraft. Leikurinn er víða notaður í kennslu. Hann getur hjálpað nemendum að læra hugtök í stærðfræði, þjálfað rökhugsun o.fl. Í leiknum skapa nemendur og þjálfast í hverskonar færni en sköpun er einn lykilþáttur í skólastarfi.

 

Nemendur í fjórða og fimmta bekk tóku nýlega þátt í rafíþróttamóti í stærðfræði sem kennarar þeirra höfðu hannað. Nemendur öttu kappi í Mindcraft veröldinni og áttu að leysa ýmsar þrautir til að komast gegnum þrönga ganga og á endastöð. Í upphafi var undankeppni þar sem allir nemendur tóku þátt og loks var úrslitakeppni þar sem sjö nemendur tóku þátt. Keppnin var í beinni útsendingu innan skólans og hvöttu nemendur skólafélaga sína áfram. Hér má sjá myndband frá viðburðinum. Sjón er sögu ríkari í myndbandi hér að neðan.

 


Athugasemdir