Stelpan sem ég þekkti

Nemendur Borgarhólsskóla á sviðinu í Hofi.
Nemendur Borgarhólsskóla á sviðinu í Hofi.

Lokakeppni Fiðrings fór fram síðastliðinn þriðjudag í Hofi á Akureyri. Lið Borgarhólsskóla komast áfram í úrslitakvöldið. Nemendur sömdu sitt eigið atriði og hafa æft af kappi alla vorönnina. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð og lýðræðisleg vinnubrögð, hugmyndin og útfærslan kemur frá nemendum sjálfum. Einnig sér hópurinn alfarið um listræna útfærslu hvað varðar búninga, leikmynd, sviðhreyfingar, tæknilega atriði, ljós og hljóð. Atriði Borgarhólsskóla uppfyllti allt þetta og meira til. Atriðið var stórglæsilegt og við erum ákaflega stolt af krökkunum okkar.

Dómnefnd skipuðu þær Marta Nordal, leikhússtjói Leikfélags Akureyrar, Jenný Lára Arnórsdóttir skólastjóri leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar og Freyja Dögg fulltrúi ungmennaráðs Akureyrarbæjar. Lið Borgarhólsskóla steig fyrst á svið en atriðið kallast Stelpan sem ég þekkti. “Af hverju tala ég ekki við mig í speglinum núna eins og þegar ég var barn?” er upphaf lýsingarinnar á atriðinu. Nemendur velta fyrir hvernig samfélagið hefur áhrif á sjálfsmynd unglinga.

Við erum, eins og áður segir, reglulega stolt af hópnum og voru nemendur skóla sínum og samfélagi til mikils sóma. Takk fyrir ykkar framlag krakkar, þetta var frábært.

Myndband af atriðinu okkar og öllum hinum má sjá HÉR.


Athugasemdir