Stúlkan í turninum

Verkefnið List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum.

 

Í vikunni bauðst nemendum fjórða, fimmta og sjötta bekkjar að fara á tónleikasýninguna Stúlkan í turninum, tónverk Snorra Sigfúsar Birgissonar við sögu Jónasar Hallgrímssonar. Nemendur fóru ásamt starfsfólki í Hof á Akureyri og sóttist ferðin vel. Það eru félagar í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem leika undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, sögumaður er Snorri Sigfús Birgisson. Nemendur kynnast fjölbreytileika listanna, íslenskum menningararfi og list frá ólíkum menningarheimum. Sagan fjallar um baráttu góðs og ills. Boðskapurinn er sígildur og skýr, hið góða mun sigra að lokum ef við sýnum nægilega trú og tryggð. Tónlistin túlkar söguna samhliða því sem hún er sögð. Við þökkum kærlega fyrir okkur.


Athugasemdir