- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Söngkeppni Samfés er einn af hápunktum Samfestingsins þar sem ungt fólk fær tækifæri til að láta ljós sitt skína á sviði og deila list sinni. Keppnin fór fram síðastliðinn laugardag. Fulltrúi félagsmiðstöðvarinnar Túns var Hólmfríður Bjartey Hjaltalín en hún flutti lagið If I Ain't Got You eftir Alicia Keys. Sýnt var beint frá keppninni á RÚV.
Samfés vinnur að því að auka samskipti og samvinnu félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á landinu og stuðla að eflingu fagmenntunar starfsfólks á vettvangi með ráðstefnum, námskeiðum og viðburðum sem eru mikilvægur hluti símenntunar starfsfólks.
Samfestingur er sameiginleg skemmtun félagsmiðstöðva á landinu öll en héðan fór stór hópur unglinga til að taka þátt í skemmtuninni sem fór fram í Laugardagshöllinni líkt og söngkeppnin. Um 4500 ungmenni af öllu landinu mæta í höllina til að skemmta sér og sóttist ferðin vel liðna helgi.
Hér má sjá atriði Túns hjá Hólmfríði Bjartey.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |