Survivor leikanir 2023

Glæsilegir unglingar skólans í lok Survivor leikanna
Glæsilegir unglingar skólans í lok Survivor leikanna

Að vinna saman, fara út fyrir eigin þægindaramma og gera kröfur til sjálfs sín. Í skólaárs á þriggja ára fresti blásum við til Survivor leika. Nemendum á unglingastigi er skipt í fjóra hópa eða ættbálka; þurfa að kjósa ættarhöfðingja, skapa jákvæða og góða stemningu, semja hvatningarhróp sem ber hverjum hópi byr í brjóst. Jafnframt þarf að skipuleggja þau verkefni sem bíða hópsins. Þrautir sem reyna á líkama, huga og sál. Þrautirnar krefjast þess að í hverjum ættbálki þurfa nemendur að hlaupa, stökkva, hugsa, elda, koma fram og hafa úthald og útsjónarsemi svo dæmi séu tekin.

Á meðan á verkefninu stendur eru nemendur símalausir og hafa ekki leyfi til að nota rafmagnstæki s.s. í skemmtiatriði sem hver ættbálkur þarf að bjóða upp á sem lið í keppninni að safna stigum. En verkefnið snýst um að safna stigum. Hver ættbálkur þarf að ljúka þraut til að fá stig og fást mismörg stig eftir því í hvaða sæti ættbálkurinn lendir í hverri þraut. Einnig er hægt að fá stig fyrir umgengni, hvatningarhróp o.fl. Veðurguðirnir voru okkur svo sannarlega hliðhollir enda sól og sumar þessa síðustu daga skólaársins.

Í aðalnámskrá grunnskóla er kveðið á um að nemendur taki frumkvæði í námi sínu og beiti sjálfstæðum og ábyrgum vinnubrögðum, geri sér grein fyrir hvernig nemandi nýti styrkleika sína og haft skýra sjálfsmynd og svo að nemandi geti unnið með öðrum og tekið á jákvæðan hátt þátt í samskiptum og lagt mitt af mörkum í uppbyggilegu samstarfi sem tengist námi og félagsstarfi innan skóla svo fátt eitt sé nefnt.

Verkefnið tókst reglulega vel og eru kennara stoltir af nemendum sínum og nemendur ákaflega ánægðir með verkefnið. Þetta er í fimmta sinn sem við höldum þessa leika. Keppnina er ekki hægt að halda nema með velvilja samfélagsins; foreldra og fyrirtækja. Það er því ástæða til að þakka öllu því góða fólki sem hjálpaði við að gera verkefnið að veruleika að þessu sinni.

Myndir frá leiknum má sjá HÉR.


Athugasemdir