- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
- Byrjendalæsi
Sveppatínsla er bæði skemmtileg og gagnleg. Hún krefst hinsvegar þekkingar enda eru sveppir fjölbreyttir, ýmist bragðgóðir og næringaríkir eða þeir sem valda meltingartruflunum og banvænir. Þá er mikilvægt að greina þar á milli.
Nemendur sjötta bekkjar fóru í skógarferð og týndu sveppi. Það var nóg að finna í Skálamelsskógi. Nemendur fræddust um sveppi og fléttur og horfðu meðal annars á þættina Svepparíkið sem sýnt er á RÚV. Nemendur fjölluðu um efni varðandi sveppaflóru Íslands og flokkuðu sveppina sem fundust í skóginum.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |