Sykursæt stærðfræði

Sykurmolar eru fínasta hjálpartæki í stærðfræði
Sykurmolar eru fínasta hjálpartæki í stærðfræði

Stærðfræðin á sér marga anga. Nemendur áttunda bekkjar fengust við fjölbreyttar þrautir í stærðfræðikennslustundum í upphafi skólaárs. Í einni kennslustund var viðfangsefnið, hjálpargögn í stærðfræði.

Hlutbundin vinna og sjónræn reynist nemendum oft reglulega hjálpleg. Nemendur eru ævinlega hvattir til að nota þau hjálpargögn sem nýtast hverju sinni. Til að leysa verkefni í stærðfræði áttu nemendur að nota sykurmola og það reyndist bæði sætt og skemmtilegt.


Athugasemdir