Takmarkanir á Verkstæðisdegi

Á morgun, föstudag, er hinn árlegi Verkstæðisdagur þegar skólinn breytist í verkstæði jólasveinsins og nemendur framleiða hverskonar skraut og gjafir ásamt fjölskyldu sinni. Þeir gestir sem fylgja nemendum þurfa að bera grímu, sýna fram á neikvætt hraðpróf eða vottorð um fyrri sýkingu þegar gengið er inn í skólann. Sömuleiðis þarf að skrá sig á skráningarblað. Hægt er að panta hraðpróf á www.hradprof.covid.is og inn á vef Heilsuveru. HSN mun framkvæma hraðpróf kl. 16 í dag, fimmtudag.

Förum varlega, hugum að persónulegum sóttvörnum, þvoum hendur og sprittum.


Athugasemdir