Ummál, rúmmál og mælingar

Húsavíkurviti og Perlan
Húsavíkurviti og Perlan

Stærðfræðin hefur frá því sögur hófust verið mikilvægur hluti menningarinnar. Verkefni stærðfræðinnar eru að finna, skapa, tjá og útskýra hvers kyns regluleika, lögmál, kerfi og mynstur. Hún er þannig ein af mikilvægum leiðum mannsins til að skapa merkingu og skilja náttúru og samfélag.

Nemendur í tíunda bekk voru að fást við rúmfræði og ummál í stærðfræði. Þeir hönnuðu líkön af hinum og þessum húsum og byggingum. Nemendur máttu velja viðfangsefnið eða skapa sitt eigið til að smíða líkan. Líkanið þurfti að uppfylla skilyrðið að vera úr a.m.k. tveimur samsettum formum.

Nemendur nýttu afgangs efnivið til smíðarinnar. Verkefnið var unnið í góðu samstarfi við smíðakennarann. Virkni í verkefninu var góð og þátttaka sömuleiðis. Margir sýndu útsjónarsemi og góða færni í þessu verklega stærðfræðiverkefni.

Verkefnið rýmar vel við markmið aðalnámskrár eins og; notað undirstöðuhugtök rúmfræðinnar þar með talin hugtök um stærðarhlutföll, innbyrðis afstöðu lína, færslur og fræðilega eiginleika tví- og þrívíðra forma og mælt ummál, flöt og rými, reiknað stærð þeirra og útskýrt hvað felst í mælihugtakinu.


Athugasemdir