Upphaf skólaárs

Upphaf skólaárs
Upphaf skólaárs

Skólabyrjun verður með nokkuð hefðbundnum hætti þetta skólaárið. Fyrsti skóladagur er næstkomandi mánudag, 24. ágúst. Nemendur í fyrsta, öðrum og þriðja bekk mæta í skólann kl. 8:30. Nemendur í fjórða til og með sjöunda bekk mæta í skólann kl. 9:15 og nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk mæta í skólann kl. 10:00.

Nemendur mæta í sal skólans og hitta umsjónakennara og við tekur kennsla samkvæmt stundaskrá.

Varðandi sóttvarnir. Grunnskólabörn eru undanskilin 1 m fjarlægðarreglu og grímuskyldu. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir börn eða starfsfólk.

Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar, beri andlitsgrímu og gæta að sóttvörnum. Um viðburði á vegum grunnskóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna.

 


Athugasemdir