- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
- Byrjendalæsi
Útikennsla veitir óhefðbundin tækifæri í menntun. Námið fer þá fram utan hefðbundinnar kennslustofu, er hluti af náttúrunni eða samfélaginu hvar umhverfið er nýtt til kennslu. Líta má á námið sem reynslunám enda umhverfið sjálf, náttúra, þéttbýlisumhverfi, landslag o.fl. grundvöllur kennslunnar.
Útikennsla er hluti af list- og verkgreinum hjá nemendum fyrsta til sjötta bekkjar á þessu skólaári með markvissum hætti. Nemendur fá hverskonar krefjandi verkefni sem tengjast veðri og kortalæsi. Nemendur ganga upp í fjall og týna ber og sveppi. Skógivaxnar fjallshlíðarnar eru náttúruleg kennslustofa enda mikilvægt að læra að ganga um skóginn, té og plöntur af virðingu. Kveikja upp í og hita kakó vekur alltaf lukku meðal nemenda.
Sömuleiðis hafa nemendur farið í vettvangsferðir í Skrúðgarðinn, kannað gróður og veitt síli. Nýlega fóru nemendur að versla til að öðlast færni í fjármálalæsi, að læra með því að gera, í samstarfi við Krambúðina. Nemendur fá lista með vörum og ákveðna upphæð og þurftu að finna út hvort nægt fjármagn væri til staðar til að greiða fyrir innkaupin og bæta við snarli fyrir huggulegt kvöld.
Í aðalnámskrá grunnskóla er kveðið á um að nemandi rannsaki náttúrulegt umhverfi, skoði plöntur, dýr og jarðveg. Jafnframt að nemandi kanni staðbundið umhverfi, kanni og greini félagslega svo dæmi séu tekin.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |