Við styrkjum Velferðarsjóð Þingeyinga

Þórgunnur Reykjalín skólastjóri (t.v.) færir Sólveigu Höllu presti (t.h.) framlag nemenda og starfsf…
Þórgunnur Reykjalín skólastjóri (t.v.) færir Sólveigu Höllu presti (t.h.) framlag nemenda og starfsfólks til Velferðarsjóð Þingeyinga.

Undanfarin ár höfum við nemendur og starfsfólk Borgarhólsskóla látið gott af okkur leiða og látið fé rakna til góðgerðarmála. Í stað þess að nemendur og starfsfólk skiptist á gjöfum á Litlu jólum fær hver nemandi afhent umslag til að fara með heim og setja í það pening. Það er hverjum og einum frjálst hversu há upphæð fer í umslagið kjósi viðkomandi að styrkja málefnið. Stjórnendur skólans völdu að framlag skólans renni í Velferðarsjóð Þingeyinga, bæði nemenda og starfsfólks. Skólinn afhendir Velferðarsjóðnum nú 179.599 kr. frá nemendum og starfsfólki sem nýtist vonandi vel yfir hátíðirnar.

Munum að margt smátt gerir eitt stórt.

Í desember 2008 var Velferðarsjóðurinn stofnaður til að styðja fjárhagslega við bakið á fjölskyldum og einstaklingum, sem eiga um sárt að binda á starfsvæði Félagsþjónustu Norðurþings.


Athugasemdir