Vináttutré

Vináttutré nemenda annars og þriðja bekkjar
Vináttutré nemenda annars og þriðja bekkjar

Kennsla á yngsta stigi skólans fer fram samkvæmt aðferðum Byrjendalæsis. Í Byrjendalæsi vinna kennarar eftir fyrirfram gerðum kennsluáætlunum sem ná venjulega yfir eina viku. Í upphafi lotu les kennari texta, sögu, ljóð og innihald textans er rætt. Síðan er unnið með stafi, réttritun og málfræði. Alltaf er unnið með lykilorð úr textanum en það orð stendur sem fulltrú þess sem á að kenna. Ef það á t.d. að leggja inn eða kenna stafina Aa og Ss í fyrsta bekk þá gæti bókin Asnaskóli orðið fyrir valinu og nafn bókarinnar verið lykilorðið. Oftast er byrjað á að finna orðin í orðinu og síðan er kappkostað að vinna á fjölbreyttan hátt með orðið, hljóðin og form stafanna. Samhliða þessari tæknivinnu hefst enduruppbygging . Þá semja nemendur frá eigin brjósti ýmislegt sem tengist orðaforða eða efni textans.

Nemendur annars og þriðja bekkjar voru að vinna verkefni um skólann sinn og samfélagið. Þar voru íslenska og samfélagsgreinar samþættar og blandað við Jákvæðan aga. Nemendur skoðuðu og lærðu skólasönginn og útbjuggu vináttutré.


Athugasemdir