Vorferð sjöunda

Nemendur sjöunda bekkjar í vorferð
Nemendur sjöunda bekkjar í vorferð

Nemendur sjöunda hafa farið í skólaferð í lok skólaárs. Á sínum tíma var farið í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði sem mörg muna eftir. Síðar var farið í Mývatnssveit í námsferð um fugla og jarðfræði. Að þessu sinni var farið í hópeflisferð í Eyjafjörðinn dagpart.

Eftir klifur og þrautir hjá 600klifur á Hjalteyri fór gæddi hópurinn sér á pitsum, nemendur léku sér í Kjarnaskógi og upplifðu magnaða skemmtun í Zipline Akureyri. Farið var í sund í Akureyrarlaug áður en ekið var heim til Húsavíkur þar sem foreldrar grilluðu hamborgara. Um kvöldið horfðu nemendur saman á Latabæ sem þau settu nýlega upp á skólasamkomu skólans. Hópurinn gisti í skólanum og fengu amerískar pönnukökur og annað ljúfmeti í morgunmat daginn eftir. Dagurinn og ferðin gekk vel og nemendur ánægðir.

Myndband og myndir má sjá hér að neðan.

 


Athugasemdir