Yndislestur utandyra - BINGÓ

Nemendur annars og þriðja bekkjar óskuðu eftir að njóta yndislestur utandyra í góða veðrinu enda einmuna gott vorveður þennan maímánuð. Haldið var í Skrúðgarðinn í faðm gróðurs hvar heyra má grasið vaxa og grænka.

Sömuleiðis spiluðu nemendur eggjabakkabingó sem er kveikja fyrir næstu þemavinnu sem er Umhverfið & umgengni. Það má tengja við hreinsunarátak sem er í gangi og höfðað til umhverfisvitundar.