13.05.2020			
	
		Nemendur í tíunda bekk voru að læra um hagfræði á dögunum í þjóðfélagsfræði. Þeir áttu að skila verkefni um viðfangsefnið og höfðu val um hvernig því væri skilað. Þær Dagbjört Lilja Daníelsdóttir og Guðrún Þóra Geirsdóttir gerðu stuttan spurningaþátt sem nefnist Spurt og svarað með Döbbu Danna.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					12.05.2020			
	
		Fólk er hvatt til að hjóla í vinnuna og þar eru nemendur okkar engin undantekning. Það er ánægjulegt að sjá að felst allir nemendur notast við reiðhjólahjálm. En það er mikilvægt að yfirfara allan búnað reiðahjóla eftir notkunarleysið yfir vetrartímann.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					30.04.2020			
	
		Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. maí. Mánudagurinn 4. maí er með sama hætti og skóladagurinn hefur verið undanfarnar vikur. Nemendur og starfsfólk notar þann dag til flutninga og þrifa á sínum svæðum.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					30.04.2020			
	
		Eins og á öðrum bókasöfnum er haldin góð skrá yfir útlán á bókum. Skólabókasafnið okkar í Borgarhólsskóla er þar engin undantekning. Sömuleiðis er haldin skrá yfir útlán á spilum. Safnið er vel bókum búið og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi til að njóta lesturs.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					29.04.2020			
	
		Nemendur í sjötta bekk útbjuggu þakkaspjöld til að dreifa í samfélaginu. Starfsfólk Nettó, heilsugæslunnar, Hvamms, Grænuvalla, Borgarhólsskóla og á fleiri stöðum fékk hlýjar kveðjur og hvatningarorð á tímum Covid-19 sem hefur sannarlega sett svip sinn á allt samfélagið.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					27.04.2020			
	
		Dagur umhverfisins er haldinn hátíðlegur þann 25. apríl ár hvert. Landsmenn voru hvattir til að fara út og plokka rusl síðastliðinn laugardag. Nemendur í öðrum bekk fóru í út að plokka, flokka og tína rusl í síðastliðinni viku. Þeir horfðu nýlega á Stundina okkar þar sem fjallað var m.a. um áhrif plasts í umhverfinu okkar. Á þessu skólaári var aukin áhersla á náttúrugreinar í öðrum bekk.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					24.04.2020			
	
		Lestur byggist á tungumálinu og því má segja að lestrarnám hefjist þegar barn fer að veita málhljóðum tungumálsins athygli, reyna að tjá sig og skilja það sem sagt er. Læsi verður til á löngum tíma. Lagður er grunnur að því á fyrstu árum ævinnar eða strax við máltöku. Hljóðkerfis- og hljóðavitund gegna mikilvægu hlutverki hvað lestrarnám varðar.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					22.04.2020			
	
		Tilkynnt hefur verið um afléttingu takmarkana á skólastarf. Nú er ljóst að skólastarf tekur breytingum eftir 4. maí. Skólastjórnendur undirbúa þær breytingar sem munu eiga sér stað og tilkynna um leið og þær liggja fyrir. Þegar takmarkanir á skólahaldi falla úr gildi verður starf grunnskóla með hefðbundnari hætti. Áfram verða almennar sóttvarnarráðstafanir í skólum, sem og annars staðar, og skólar fylgja viðbragðsáætlunum sínum varðandi mögulegt smit. Neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19 er áfram í gildi.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					20.04.2020			
	
		Það er ánægjulegt að sjá nemendur mæta á hjóli í skólann. Flest allir nemendur bera hjálm sem er sömuleiðis gleðilegt. Við viljum beina þeim tilmælum til foreldra að eiga samtal heima fyrir um að virða eigur annarra, s.s. hjól og hlaupahjól sem standa fyrir utan skólann. Sérstaklega að ræða hversu hættulegt það er að losa skrúfur og losa um dekk og annað í þeim dúr. Eitt slíkt atvik hefur þegar komið upp.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					20.04.2020			
	
		Það liggur fyrir að skólastarf verður með breyttu sniði næstu daga og vikur. Skipulag skólastarfs miðar við að nemendur mæti í skólann. Hefðbundinn skóladagur var um sex til sjö klukkustundir en er nú um þrjár til fjórar. Nám er breytt, kennsla er öðruvísi en menntun jafn mikilvæg nú sem aldrei fyrr.
Lesa meira