Að kanna hagi ungs fólks

Hér má sjá hvernig neysla ýmissa efna hefur breyst.
Hér má sjá hvernig neysla ýmissa efna hefur breyst.

Nemendur skólans þreyttu nýlega könnun á eigin högum. En síðan árið 1992 hafa hagir ungs fólks verið rannsakaðir. Sérstaklega notkun vímuefna. Á tíunda áratug síðustu aldar var vímuefnaneysla ungmenna vaxandi vandamál í íslensku samfélagi. Forvarnaraðferðir sem beitt hafði verið og miðuðu að því að kenna ungmennum um skaðsemi vímuefnaneyslu, virtust ekki virka sem skyldi.

Árið 1997 tók saman hópur félagsvísindafólks, stefnumótunaraðila og fólks sem starfaði með börnum og ungmennum á vettvangi og leitaðist við að setja fram stefnu og starf, byggt á rannsóknum, sem gæti snúið þróuninni við. Markmiðið með því samstarfi var að kortleggja þá félagslegu þætti sem hefðu áhrif á vímuefnanotkun ungmenna og hanna aðgerðir sem hægt væri að beita í forvarnarstarfi. Útkoman var forvarnarlíkan, Íslenska módelið, sem byggir á samstarfi fjölmargra hluteigandi aðila, t.a.m. foreldra, kennara, félagsmiðstöðva, íþróttafélaga og fleiri aðila í nærumhverfi barna og ungmenna. Módelið gengur út frá því að unnið sé með hvern landshluta, sveitarfélag, hverfi eða jafnvel skóla.

Rannsóknamiðstöðin Rannsóknir og greining heldur utan um verkefnið og framkvæmdin í hverjum og einum skóla. Nemendur fimmta til sjöunda bekkjar frá einn spurningalista. Nemendur áttunda til tíunda bekkjar frá svo annan. Stundum eru sérspurningalistar á ákveðna árganga líkt og með nemendur níunda bekkjar að þessu sinni. Niðurstöður rannsóknar má lesa mörg ár aftur í tímann þar sem kennir ýmissra grasa í lífi barna og unglinga á borð við andlega og líkamlega heilsu og líðan, fjölskylduaðstæður, frístundaiðkun, áfengis- og vímuefnaneyslu, árangur í námi, líkamsrækt og þátttöku í íþróttastarfi, trúarskoðanir, mataræði og sjálfsvíg.

Niðurstöður rannsóknanna hafa verið birtar í tugum ritrýndra vísindagreina skrifuðum af vísindamönnum víða að úr heiminum. Eins hafa þær verið nýttar með staðbundnum hætti, innan sveitarfélaga, hverfa og skóla til að auka skilning á högum ungs fólks og bæta aðstæður þeirra, heilsu og líðan.

Dæmi um spurningar til nemenda á miðstigi;

  • Hversu oft ert þú með foreldrum þínum um helgar.
  • Hversu oft er þér hrósað af öðrum fullorðnum, t.d. heima eða í frístundastarfi (hér er búið að spyrja um hrós innan skóla).
  • Hversu oft reynir þú á þig líkamlega þannig að þú svitni eða verður móð/ur.
  • Hversu oft síðustu sjö daga hefur þú fengið reiðiköst sem þú gast ekki stjórnað?
  • Finnst þér þú vera of mjó/mjór, of feit/feitur eða passleg/passlegur?
  • Hefur þú heyrt um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna?

Dæmi um spurningar fyrir eldri nemendur;

  • Hversu oft hefur þú notað raf-sígarettu?
  • Hve oft hefur þú orðið drukkin(n)?
  • Hve oft (ef nokkru sinnum) hefur þú notað eftirtalin efni (svo kemur listi með valmöguleikum.
  • Hver heldurðu að viðbrögð foreldra þinna yrðu ef þú gerðir eftirfarandi? (Svo kemur listi með valmöguleikum).

Athugasemdir