- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
- Byrjendalæsi
Nemendur níunda bekkjar hafa undanfarið lært um blóðrásakerfi. Eftir fræðilega innlögn og lestur er mikilvægt að kanna hlutina með verklegum æfingum. Nemendur fengu að skoða svínahjörtu og skoða hvernig það er uppbyggt. Nemendur áttu að greina gáttir og hvolf, hvernig hjartalokur virka og öðlast þannig betri skilning á starfsemi hjartans.
Eftir verklega kennslu skila nemendur skýrslu tengdu viðfangsefninu þar sem fræðilegur og hagnýtur skilningur nýtist. Markmiðið er að nemendur geti framkvæmt krufningu á líffærum sem líkjast líffærum mannsins og skoðað innri og ytri byggingu þeirra. Auk þess að lýsa líffærum út frá krufningu og borið saman við fyrri þekkingu. Þá þurfa nemendur að útskýra blóðrásarkerfið og hlutverk þess að flytja blóð um líkamann.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |