Að læra heima í #menntaborg

#menntaborg Borgarhólsskóla
#menntaborg Borgarhólsskóla

Það liggur fyrir að skólastarf verður með breyttu sniði næstu daga og vikur. Skipulag skólastarfs miðar við að nemendur mæti í skólann. Hefðbundinn skóladagur var um sex til sjö klukkustundir en er nú um þrjár til fjórar. Nám er breytt, kennsla er öðruvísi en menntun jafn mikilvæg nú sem aldrei fyrr.

Heimanám er hluti af skólastarfinu en álag á heimilin er nokkuð. Það er mikilvægt að nemendur fái tækifæri til þess að sinna námi sínu, þó svo að fyrirkomulag námsins muni breytast aðeins tímabundið. Við viljum létta undir með heimilum og bjóða upp á efni á vefnum sem foreldrar geta nýtt sér heimavið þegar hentar. Það er til mikið af efni sem er ætlað að styðja við nám barna. Á meðan skólahald er takmarkað getur verið gagnlegt að nýta sér þá aðstoð sem er í boði á netinu.

Skólinn býður nú foreldrum að notast við heimasíðuna heima.borgarholsskoli.is til að börn þeirra geti lært heima. Þar er að finna allskonar sniðugt efni sem hentar nemendum og fyrir samverustundir heima fyrir.


Athugasemdir