Að skapa verk undir borði

Horft upp í hvelfinguna.
Horft upp í hvelfinguna.

Að liggja við að mála og skapa. Nemendur í öðrum og þriðja bekk hafa legið undir borði, horft upp í loft kapellunnar undir borði eins og Michelangelo Buonarroti gerði á sínum tíma.  Hann fæddist árið 1475 og var ítalskur myndhöggvari, listmálari og arkitekt sem uppi var á endurreisnartímanum. Með frægustu verkum hans eru freskurnar í loftinu í Sixtínsku kapellunni og hvolfþakið á Péturskirkjunni í Róm.

Í hæfniviðmiðum við lok fjórða bekkjar má meðal annars finna; skapað myndverk í ýmsum tilgangi með margvíslegum aðferðum, þekkt og gert grein fyrir völdum verkum listamanna. Lýst þeim og greint á einfaldan hátt yrkisefnið og lýst þeim aðferðum sem beitt var við sköpun verksins og greint að einhverju leyti á milli mismunandi aðferða við gerð listaverka.


Athugasemdir