Að sýna þakklæti

Það er ýmislegt sem nemendur í fyrsta bekk fást við hverju sinni. Um þessar mundir er lagt upp með að enda daginn í rólegheitum, hlusta á hugljúfa tónlist, koma sér vel fyrir og skrifa í þakklætisbókina sína. Hver nemandi á sína þakklætisbók þar sem hann safnar því sem hann er þakklátur fyrir.

Í lok dags rifja nemendur upp hvað þeim fannst skemmtilegast yfir daginn. Í upphafi á þessu verkefni var nemendum stýrt og ætlast til að þeir skrifi í bókina sína. En frá því að verkefnið hófst hafa nemendur sýnt sjálfstæði og skrifað að sjálfsdáðum í sína bók um hversdagslega hluti sem þeir eru þakklátir fyrir.


Athugasemdir