Að vera ástfanginn af lífinu

Að velja eigin hamingju
Að velja eigin hamingju

Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson hitti nemendur tíunda bekkjar í morgun. Hann fjallar um það að vera ástfanginn af lífinu. Hann fer yfir ýmsar lífsreglur og hvernig fólk nær árangri og hvað einstaklingur gerir til þess að fá sem mest út úr tilverunni með sjálfan sig að vopni. Hann spjallar við nemendur um leiðtogafærni og sjálfsvirðingu.

Fyrirlesturinn er ætlaður nemendum tíunda bekkjar en Þorgrímur ferðast nú um landið að hitta nemendur á unglingastigi til að fjalla um þessi mál. Við þökkum honum kærlega fyrir komuna.


Athugasemdir