Aðgengi fyrir alla?

Nemendur áttunda bekkjar fyrir utan Húsavíkurkirkju þar sem aðgengi er sannarlega ábótavant.
Nemendur áttunda bekkjar fyrir utan Húsavíkurkirkju þar sem aðgengi er sannarlega ábótavant.

Undanfarin ár hafa nemendur í áttunda bekk kannað aðgengi að stofnunum og fyrirtækjum fyrir fólk sem er í hjólastól. Við fáum lánaða tvo hjólastóla í Hvammi og skiptast nemendur á að aka sjálfir og hver öðrum um miðbæ Húsavíkur.

Það er óhætt að segja að víða sé pottur brotinn þegar kemur að aðgengi að þjónustu og verslun. Jafnframt í samgöngum utandyra varðandi niðurtekt á gangstéttum. Hinsvegar er ánægjulegt að segja frá því að sumstaðar hefur aðgengi fyrir hjólastóla verið stórlega bætt og til fyrirmyndar, s.s. við Safnaðarheimilið í Bjarnahúsi og útibúum bæði Íslandsbanka & Landsbanka. Sumsstaðar komast einstaklingar í hjólastól ekki inn með neinu móti hvort sem er með aðstoð eða ekki.

Sjá fleiri myndir HÉR.

 


Athugasemdir