- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
- Byrjendalæsi
Með reglulegum æfingum verður viðbragð fólks hraðara, dregur úr misskilningi og ruglingi og tryggir en öll komist örugg út. Sekúndur geta skipt máli. En í dag héldum við bruna- og rýmingaræfingu í samstarfi við Slökkvilið Norðurþings. Við erum að endurskoða rýmingaráætlun og liður í því er að æfa hana og síðan beturumbæta. Þá er mikilvægt að öll fái sameiginlega mynd og viðbrögð samræmd.
Rýming gekk reglulega vel og telst okkur til að húsið hafi verið tómt á innan við þremur mínutum sem er mjög góður tími. Nemendur og starfsfólk stóðu sig vel en öll fóru út um sama útganginn. Við munum vinna að rýmingaráætlun og nýta það sem við lærðum í dag.


|
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
